150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Á morgun ætlum við að ræða fjárlög. 3. umr. fjárlaga á að eiga sér stað á morgun og þetta eru fjárlög næsta árs. Ég held að jafnvel hæstv. fjármálaráðherra viti að rannsókn Samherjamálsins muni ekki ljúka um áramót. Þess vegna þurfa embætti skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara en reyndar líka embætti Fiskistofu, eins og Ríkisendurskoðun hefur bent á, að fá aukið fjármagn til að rannsaka þetta mál. Fiskistofa kemur ekki að því en hin tvö embættin koma að því og það þarf að taka ákvörðun um það í fjárlögum, hæstv. ráðherra, til þess að hæstv. ráðherra fylgi lögum um opinber fjármál. Það er ekki gert með einhverjum vasasjóðum hæstv. fjármálaráðherra þegar honum hugnast að embætti geti sinnt sínum lögbundnu störfum. Það er bara ekki þannig. Það er fullkomlega óboðlegt að það sé bara (Forseti hringir.) í höndum hæstv. fjármálaráðherra að ákveða hvort stofnanir á Íslandi fái nægt fjármagn til að rannsaka spillingarmál og mútumál. Það er algjörlega óboðlegt.