150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:59]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Við erum fara að ræða við 3. umr. fjárlög á morgun. Þar sem mér finnst umræðan að einhverju marki vera farin að snúast um notkun varasjóða fannst mér mikilvægt að koma hingað upp án þess að gera nokkra athugasemd við fundarstjórn forseta. Við verðum að gera greinarmun á almenna varasjóðnum og notkun varasjóða málaflokka. Við verðum líka að minna okkur á að við erum hér enn á árinu 2019 og við erum að ræða fjárlög á morgun fyrir árið 2020, þegar við erum farin að ræða um hvað sé ófyrirséð og hjá hverjum. Við getum sannarlega tekið þá umræðu hér á morgun.