150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[16:04]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði nefnilega að gera athugasemd við fundarstjórn forseta sem þó áréttaði einmitt áðan að þetta væri liður um fundarstjórn forseta en ekki umræða um fjárlög ársins 2020, en fólk hefur farið hér um víðan völl. Svo er kannski spurning um að velta því upp þegar þingmenn saka ráðherra um brot á lögum og í rauninni allan þingheim, ef ég skildi hv. þingmann rétt sem talaði hér á undan mér áðan, að við værum bara almennt að brjóta lög um opinber fjármál, þá held ég að það sé eitthvað sem við þurfum kannski að ræða í sérstakri umræðu en ekki undir liðnum um fundarstjórn forseta.

Virðulegur forseti. Ég legg því til að hér höldum við áfram með dagskrá og hættum því pólitíska upphlaupi sem hér hefur orðið um umræðu sem mun eiga sér stað á morgun og jafnvel daginn þar á eftir ef svo ber undir.