150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

taka ellilífeyris hjá sjómönnum.

257. mál
[17:55]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni, það er ástæða til að hvetja til þess að sjómenn, líkt og aðrir, nýti sér þann rétt sem þeir eiga sannarlega. Það er sláandi að þeim skuli hafa fækkað úr mjög lágri tölu niður í enn lægri tölu. Ég tek undir og fagna því að hv. þingmaður hafi tekið þetta mál upp og vakið athygli á því. Ég hvet þá sem fylgjast með til að að nýta þetta til að gera gangskör að því að kynna málið fyrir sjómönnum. Félagsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun taka til sín það sem að þeim snýr í þessu og ég vonast til þess að þetta sé upphafið að jákvæðari tölum hvað þetta snertir.