150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

staða fátækra.

[10:43]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Það er auðvitað ágætt að hafa húsnæði en það dugir ekki eitt til. Fólk þarf að fá mat og hafa efni á lyfjum og klæðum. En hitt er aftur á móti annað mál að það eina sem þetta fólk gerði af sér, sem ég var að spyrja um, sem fær ekki orlofsbónus og jólabónus, er að það borgaði í lífeyrissjóð. Það borgaði í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðurinn hjá þessum einstaklingum er skertur um 38,9% hjá öryrkjum, 45% hjá ellilífeyrisþegum, og jólabónusinn líka. Þetta er bara eins og það væri gert hjá vinnandi fólki, að yfirvinnan væri notuð til þess að skerða. Hvers vegna í ósköpunum þarf að nota þetta líka þegar búið er að skerða hjá viðkomandi allt árið um kring? Af hverju má þetta fólk ekki fá jólabónus og orlofsbónusinn án skerðinga? Er það eitthvert „issjú“? Hvers vegna í ósköpunum þurfið þið að nota tækifærið ár eftir ár til að gera þetta?