150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:30]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar í fyrra andsvari að spyrja hv. þingmann, af því að ég veit að hann deilir þessum áhyggjum með mér, hvort hann hafi ekki vaxandi áhyggjur af skattstigi ríkisins. Við erum nýbúin að samþykkja fjárlög með 1.000 milljarða útgjöldum og í ágætri samantekt og umsögn Samtaka atvinnulífsins, m.a. um fjárlagavinnuna fyrir árið 2020, kemur fram að tekjur hins opinbera séu nú 34% af landsframleiðslu þegar leiðrétt hefur verið fyrir tryggingagjöldum sem eru eitt hæsta skattstigið sem þekkist í OECD-ríkjum. Það er aðeins Svíþjóð sem stendur okkur nokkurn veginn jafnfætis í þessum samanburði.

Hefði ekki verið ráð þessarar ríkisstjórnar að reyna að draga aðeins úr skattpíningu, hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar?