150. löggjafarþing — 37. fundur,  28. nóv. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[15:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hefði getað flutt hvert einasta orð í þessari ræðu hv. þm. Smára McCarthys, ég tek undir það allt saman. Það er rétt ábending að við höfum ekki gefið okkur tíma en kannski ættum við að gefa þau fyrirheit hér að við nýtum fyrstu nefndadagana í janúar, áður en þing kemur saman, til að fara í gegnum þetta. Við hefðum kannski sóma af því að gera það með þeim hætti og við gætum þegar hafið undirbúning að því. En aftur: Ég get bara lesið upp ræðu hv. þingmanns og tekið undir allt sem hann sagði.