150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ástæðan fyrir því að ég get tekið undir þetta frumvarp er að ég væri til í að sjá greinarnar sem í því eru á almennari nótum. Ég vona að hv. þingmaður skilji þann tón sem væri þá undir samþykkt minni á þessu frumvarpi. Ég er að hugsa um að þetta sé almenn breyting og það hjálpar vonandi almennu breytingunni að komast á fyrst við erum búin að gera þetta einu sinni, við erum komin með fótinn í dyragættina. Eina athugasemdin sem ég hef við þetta og er með fyrirvara um er einmitt að þingið sé ekki að framselja neitt, að ráðherrar geti ekki bent á þingið og sagt að þingið hafi samþykkt að upphæðirnar mættu vera svona rosalega háar. Fyrir mér snýst þetta mál nákvæmlega ekkert um að heimila ráðherra að gera eitthvað sem er umfram það sem ráðherra getur gert nú þegar hvort eð er.