150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[16:30]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við erum þá væntanlega sammála um að þetta frumvarp sé óþarft og að menn verði þá bara að fara í almennar reglur. Eigum við þá að samþykkja það? Eigum við að vera á gulum takka eða rauðum? Margt í mínum huga, í prinsippinu, gerir það að verkum að ég get ekki samþykkt frumvarpið. Ég skil alla angistina í kringum þetta mál, ég skil reiðina, ég skil allt í kringum þetta. Stundum segi ég: Á ég ekki bara að vera með og við getum lokið þessu og gleymt því? En það gerist auðvitað ekki þannig. Ef maður hugsar lengra kemur annað mál á eftir þessu o.s.frv. Þess vegna segi ég: Við erum á vondri vegferð hvað þetta mál varðar en ég ætla ekki að skamma einn eða neinn fyrir það. Ég skil þetta bara og vil nota tækifærið í lokin til að hrósa þessari ríkisstjórn almennt — en ekki fyrir þetta mál.