150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:15]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og fyrir að leggja fram þetta ágæta mál. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra út í a-lið 2. gr. þar sem fjallað er um niðurfellingu virðisaukaskatts á hleðslustöðvar við íbúðarhúsnæði. Hefur komið til tals að láta þetta líka gilda um sumarhús eða sumardvalarhús í einkaeigu? Það gæti þá væntanlega aukið á notkun slíkra bifreiða og í einhverjum tilfellum forðað fólki frá því að eiga annan bílinn til að komast örugglega í sumarhúsið sitt.