150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kannski bara dæmigert álitamál sem hv. þingmaður bendir hér á sem snertir með sama hætti þessa almennu spurningu um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við endurbætur eða nýbyggingu á húsnæði eins og við höfum rætt áður. Hérna er í sjálfu sér verið að útvíkka ákveðna hugmyndafræði sem á sínum tíma var lagt upp með undir kjörorðinu Allir vinna og reyndist vel. Við höfum farið úr 100% niður í 60% en sá hvati sem í þessu kerfi fólst reyndist mjög vel. Ég get ekki svarað þessu öðruvísi en þannig að það er álitamál hvort menn eigi að vera með sömu endurgreiðsluna (Forseti hringir.) við hvers konar íbúðarhúsnæði, þar með talið sumarhús eða slíkt.