150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

almannatryggingar.

437. mál
[16:50]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er algjörlega sammála hæstv. ráðherra hvað það varðar að þessi breyting er til batnaðar og mun vonandi leiða til þess að fleiri hugi að sveigjanlegum starfslokum. Mig langar í seinna andsvari að spyrja hæstv. ráðherra um það sem hann nefndi í ræðu sinni, þ.e. starfshópinn sem endurskoðar löggjöfina í heild. Ég spyr hvort það verði líklegast í þeirri endurskoðun ákvæði sem leiði til frekari rýmkunar á því hvenær menn geti hafið töku lífeyris og með hvaða hætti. Sveigjanleg starfslok eru að mínu mati það sem koma skal. Æ fleiri munu nýta sér þennan rétt, vona ég. Ég held að það sé gagnlegt fyrir samfélagið og það kemur svolítið inn á það sem ég hef áður rætt um, (Forseti hringir.) þ.e. þann auð sem við eigum í eldra fólki sem heldur áfram að miðla okkur af reynslu sinni.