150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

435. mál
[21:10]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. samgönguráðherra fyrir framsögu hans um tillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034. Ég verð að segja að af því sem ég hef gluggað í að dæma er þetta metnaðarfull áætlun og ályktun, stefna eins og ráðherrann sagði. En mig langar að spyrja ráðherrann út í fjármögnunarleiðir. Nú talar ráðherrann um að fimm ára áætlunin sé fullfjármögnuð. Hvernig er með fjármögnunarleiðir í þessari langtímastefnu? Hvað sér ráðherra fyrir sér í framtíðinni? Hv. þm. Jón Gunnarsson kom inn á það í lok ræðu sinnar um fimm ára áætlunina að stór hluti umræðunnar þá hefði snúist um að gjaldtökuleið væri að verða ofan á í umræðunni og það má vel vera. Sá sem hér stendur ræddi um að gjöld á ferðamenn væri eitthvað sem þyrfti að horfa meira til og fleira á þá leið. Hvað sér ráðherrann fyrir sér í framtíðinni með fjármögnunarleiðir sem svona metnaðarfullt plagg hlýtur að kalla á?