150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:33]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Enn þakka ég hv. þingmanni fyrir andsvarið. Fimmtán ár eru langur tími og ef ég skildi hv. þingmann rétt var hann að vísa til þeirrar þingsályktunartillögu sem ég gerði að umtalsefni. Ég tek undir að það er vissulega mjög langur tími. Ástæðan fyrir því að valin var sú leið að gefa svona langan tíma er einfaldlega sú að þjóðkirkjan á sér langa sögu. Þjóðkirkjan er þrátt fyrir allt með mjög marga félagsmenn og skiptar skoðanir eru um þetta mál. Ég veit ekki hvort ég er svona linur — ég þori eiginlega ekki að segja sanngjarn — en mér þótti ráðlegt (Forseti hringir.) til að hægt væri hægt að taka málið áfram að gefa því svona langan tíma.