150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er verið að leggja ansi stórar spurningar fyrir þingið varðandi þetta mál. Það er nú í 1. umr. og almennt séð hefði ég haldið að ráðherra ætti að vera hérna til að koma málinu til þingsins. Þegar verið er að spyrja þetta stórra spurninga, t.d. um launahlutfallið og tengsl upphæðarinnar við eignatilfærsluna, finnst mér að ráðherra ætti að vera til staðar til að svara. Ég kalla eftir því við virðulegan forseta að hann hafi samband við ráðherra og athugi hvort hann geti ekki mætt á staðinn.