150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:51]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir þá beiðni að ráðherra sé í salnum undir þessari umræðu. Hér er verið að velta upp ýmsum grundvallarspurningum um það samkomulag sem hér er til grundvallar. Það er verið að ætlast til þess að þingið klári málið á mettíma þannig að okkur mun væntanlega ekki vinnast tími til ítarlegra umsagna eða djúprar skoðunar á málinu sem slíku, t.d. í nefndarvinnunni. Mér þykir lágmarkskrafa að ráðherra sýni þinginu þá virðingu að sitja hér og vera til andsvara um þau álitaefni sem koma upp í umræðunni hvað varðar þetta samkomulag og það frumvarp sem hér er til umræðu.

Ég teldi eðlilegast að gera einfaldlega hlé á þingfundi þangað til ráðherra sæi sér fært að mæta í sal, taka þátt í þessari umræðu með okkur og svara þeim spurningum sem upp kunna að koma.