150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:53]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. síðasta ræðumanni, lipurð forseta í forsetastól er með afbrigðum góð. Ég get hins vegar ekki annað en tekið undir með hv. þingmönnum sem gagnrýna það að ráðherra sé fjarverandi við 1. umr. um mál. Það er vaninn og venjan að ráðherrar séu við 1. umr. og ég man ekki til þess að oft hafi slíkt komið upp, man hreinlega ekki eftir neinu dæmi en það getur verið misminni hjá mér. Ég held að í sjálfu sér sé eðlilegt að gera hlé á þingfundi þar til ráðherra kemur í hús. Ég held að það sé ekkert óeðlileg bón, við vitum að ráðherra er mjög samviskusöm og vill örugglega vera við þessa umræðu. Þetta er 1. umr. og því ekki óeðlileg krafa.