150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sá forseti sem situr nú á forsetastóli er líklega í vafa um hvort hann geti uppfyllt óskir þess er hér stendur um að gera hlé á þingfundi þar til ráðherra kemur í hús. Það er hins vegar ekkert óeðlileg bón í sjálfu sér því að ráðherra er hér að mæla fyrir þessu máli í 1. umr. Það er vaninn að þá séu ráðherrar í húsi og hlusti eftir atvikum á umræðurnar. Hafi ráðherra hins vegar lögleg forföll eða einhverja ástæðu fyrir fjarveru sinni hefði verið allt í lagi að upplýsa um það og við hefðum að sjálfsögðu tekið það með í reikninginn.

Sá ráðherra sem ber ábyrgð á þessu máli er, eins og ég sagði áðan, samviskan uppmáluð og því hlýtur eitthvað að hafa komið upp á þannig að við hljótum að ítreka þá ósk okkar að hér verði gert hlé á þingfundi þar til að ráðherra komi í hús og geti verið viðstödd þessa umræðu.