150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:56]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tel að hæstv. ráðherra sé á leiðinni í húsið þannig að ekki sé ástæða til að tefja þingfund neitt sérstaklega af þeim sökum. Ráðherra hefur fylgst með umræðunum og m.a. verið töluvert niðri í þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna að fylgjast með þeim í sjónvarpi, þurfti að bregða sér út úr húsi rétt sem snöggvast en er á leiðinni inn aftur. Miðað við það hve margir eru á mælendaskrá og hve margir tala frá hverjum flokki hygg ég að jafnvel þó að ráðherra hafi ekki verið viðstödd umræðuna alla hafi hún samt fengið góð sýnishorn af sjónarmiðum allra stjórnmálaflokka í þessu máli. Í gær og í dag hafa þessi sjónarmið ítrekað komið fram og jafnvel verið endurtekin svolítið aftur og aftur.

Ég veit að ráðherra er áhugasöm um að fylgjast með umræðunni og er á leiðinni í húsið.

(Forseti (HHG): Forseti hefur mjög gaman af þessari umræðu.)