150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[21:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Mér heyrist að ég hafi meira þol fyrir skoðunum annarra en hv. þingmaður, svona fljótt á litið. Ég sé persónulega ekkert að því að önnur trúfélög eða lífsskoðunarfélög geti komið ritum sínum á framfæri. Ég sé ekkert á móti því t.d. að skólabörn fái Kóraninn ókeypis, ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er falleg bók og margt þar gott að finna. Þannig að nei, ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Hins vegar hefur mér fundist — hvernig var þetta orðað í gær? Að ég sé „innvolveraður“ trúarlega eða eitthvað slíkt í kirkjuna og sé kannski vanhæfur í málinu — öll gagnrýni sem beinist að trúarbrögðum á Íslandi í dag og víðar beinast fyrst og fremst gegn kristinni trú. Ég finn að því.