150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[22:19]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Nú verð ég bara að skamma hv. þm. Þorstein Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og framkvæmdastjóra í rekstrarfélagi, fyrir að rugla saman verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum. Það er algjörlega bannað. Þú getur ekki borið saman 7% óverðtryggða vexti og 1% verðtryggða vexti. Þú veist það sjálfur. Þetta er, með leyfi forseta, skítatrikk sem þú mátt ekki nota aftur. En þetta er kannski akkúrat það sem ég sagði í andsvari mínu við hv. þm. Helga Hrafn Gunnarsson, 53 milljarða talan er auðvitað út í loftið, bara út frá ávöxtun miðað við 7% nafnvexti, og ég held að talan sé miklu hærri — en hún er auðvitað ekki 33.500 milljarðar eins og ég held að hv. þingmaður hafi nefnt áðan, þá út frá 1% ávöxtunarkröfu, sem er orðið allt annar hlutur en við erum að ræða um í raunveruleikanum.

(Forseti (BHar): Forseti minnir hv. þingmenn á að nota rétt ávörp í þingsal. Við tölum um háttvirta þingmenn.)