150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[13:52]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir hans svör og ég kann að meta þau. Ég kann að meta svona afstöðu sem felur í sér opinn huga, leitandi huga. Það er jákvætt. Hv. þingmaður viðurkennir mikilvægi þess þáttar sem ég lagði sérstaka áherslu á, ekki síst fyrr í dag, og það er vel. Það er af þessu mikil saga og ef menn ætla að framkvæma þá æfingu í bókhaldi og reikningshaldi og endurskoðun sem virðist mjög hugstæð ýmsum hv. þingmönnum þarf að líta mjög víða. Það þarf að líta a.m.k. hæfilega langt aftur í tímann og skoða hlutina í hinu sögulega ljósi. Það gegnir ekki síður miklu hlutverki en þau fræði sem ég var að vísa (Forseti hringir.) til áðan og fínni blæbrigði í reikningshaldi og endurskoðun.