150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:41]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnlaugssyni andsvarið. Ég er svo sannarlega alltaf til í að funda með hv. þingmanni. Verkefnin eru næg og við getum þá farið betur yfir þessa tillögu. En við erum þó búin að koma henni að hér og getum rætt hana. Það sem ég sagði var að tekjurnar komu vissulega óvænt inn. Það var vitað að lögreglan, sem gerði greinilega býsna gott mót í þessu verkefni, var að vinna að því en tekjurnar komu í haust. Það var ákvörðun ríkisstjórnar að lögreglan ætti að njóta góðs af þessu til að sinna þessu mikilvæga starfi. Þá eru komnar óvæntar tekjur. Það sem láðist að gera hins vegar var að veita heimild en eins og hv. þingmaður þekkir mjög vel (Forseti hringir.) úr sínu fjárlaganefndarstarfi verður að vera útgjaldaheimild á móti og það er það sem við erum að gera hér.