150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:39]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við skulum hafa alveg á hreinu hvað við erum að fara að greiða atkvæði um. Við erum að greiða atkvæði um heimildir sem leitað er eftir vegna þess sem var ófyrirséð í fjárlagavinnu. Við skulum líka hafa samhengið í lagi af því að hér hafa flotið einhverjar tölur í ræðum hv. þingmanna sem á undan mér töluðu. Þetta eru frávik frá fjárlögum sem eru 1,6% af heildarútgjaldaheimildum. Ef óreglulegir liðir eru teknir frá eru þetta 0,5%. Jarðtengjum þetta aðeins og áttum okkur á því hvað við erum að greiða atkvæði um.