150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Að sjálfsögðu styðjum við þessa tillögu en þessi jólabónus er skammarlega lágur, hann er agnarsmár. Hér er um að ræða hóp sem var skilinn eftir í fordæmalausu góðæri síðustu ára og nýtur heldur ekki þeirra hækkana sem samið var um í lífskjarasamningum. Samfylkingin lagði til að þessi hópur fengi sömu hækkun og gerði breytingartillögu upp á 13 milljarða. Það sem ríkisstjórnin og hæstv. fjármálaráðherra fundu neðst í buddunni voru 210 milljónir til að láta þetta fólk fá í jólabónus sem mun ekki nægja til að kaupa jólatré fyrir jólin. Þetta er skammarlegt.