150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

tilhögun þingfundar.

[18:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Að afloknum atkvæðagreiðslum sem nú fara í hönd og eru allmiklar og að afloknu því að hæstv. forsætisráðherra mælir fyrir þingfrestunartillögu og að við greiðum atkvæði um hana verður gert stutt hlé á fundi, nær það nú verður, í hálfa klukkustund eða svo fyrir nefndir sem þá ætla að koma saman. Að því hléi loknu tökum við aftur til við dagskrá og eru það þá mál 31–34 sem verður lokið umræðum um.

Forseti lítur svo á að samkomulag sé um að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um af augljósum ástæðum.