150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

sviðslistir.

276. mál
[19:03]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er margt mjög gott í þessu máli og ég ætla að styðja það. Ég tel langflestar breytingarnar hjá nefndinni hafa verið til bóta þó að ég viðurkenni að það er umhugsunarefni varðandi auglýsingu í stöðu þjóðleikhússtjóra eftir fimm ár að fella þá skyldu niður af því að önnur viðmið hafa gilt um menningarstofnanir. Ég virði þó einfaldlega þá vinnu og tillögu nefndarinnar og fagna sérstaklega þessu vel unna máli.