150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:47]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um mál þar sem við þingmenn Miðflokksins ætlum að sitja hjá. Eins og fram hefur komið er málið vanreifað og það er óþolandi flýtir á því eins og fleiri málum frá ríkisstjórninni sem snýr að okkur í hv. velferðarnefnd, sérstaklega frá félags- og barnamálaráðherra. Það er hægt að segja að enn séu öryrkjar skildir eftir sem og eldri borgarar. Engar raunverulegar þarfagreiningar liggja fyrir né virðist ætla að eiga að verða gerðar og það finnst okkur þingmönnum Miðflokksins algjörlega óásættanlegt.