150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:49]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um almennar íbúðir. Þetta mál er hluti af lífskjarasamningunum og er mjög ánægjulegt að við skulum vera að ganga frá því nú. Það sannast á þessu máli eins og mörgum öðrum að núverandi ríkisstjórn er fær um að mæta aðilum úti í samfélaginu þegar þarf að gera mikilvæga hluti og ganga frá málum. Ég þakka hv. velferðarnefnd sérstaklega fyrir vinnuna og formanni hennar fyrir að hafa leitt þetta mál til lykta. Það var ekki auðvelt á þeim knappa tíma sem nefndinni var ætlaður til þess og þess vegna er mikilvægt að nefndinni skyldi hafa verið vel stýrt við það verk.