150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[20:02]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Atorkusemi félags- og barnamálaráðherra er viðbrugðið. Þannig hefur hann oft heykst á því að svara einföldum fyrirspurnum af því að hann óttast að svörin þoli ekki dagsljósið. Fýlusprengjan sem hann kastaði hérna inn áðan hefði hins vegar haft ákveðið skemmtigildi ef hún hefði ekki verið svona fíflaleg og aumingjaleg.

Ástæða þess að Miðflokkurinn situr hjá við þessa atkvæðagreiðslu er sú að Miðflokkurinn vill ekki bera ábyrgð á því að samþykkja frumvarp sem er kastað inn í þingið með engum fyrirvara rétt undir jól þegar menn höfðu allt sumarið til verka. Eins og ég segi er atorkusemi félags- og barnamálaráðherra viðbrugðið eins og sést á svörum eða ekki-svörum við sjálfsögðum fyrirspurnum sem berast inn í þingið til hans.