150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

neytendalán.

223. mál
[20:13]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur og hvet þingmenn til að styðja þær breytingartillögur minni hlutans sem ganga enn lengra en þær breytingartillögur sem meiri hluti nefndarinnar lagði til.

Mig langar líka til að þakka nefndinni fyrir góða vinnu í þessu máli, það tók jákvæðum breytingum í meðhöndlun nefndarinnar sem var vel því að í raun var það álit fjölmargra gesta sem fyrir nefndina komu að óbreytt hefði málið haft afskaplega litla þýðingu hvað varðaði þau smálán sem hér er verið að reyna að berjast gegn. Þess vegna er mjög jákvætt að sjá að nefndin náði saman um veigamiklar breytingar á málinu sem ég held að séu allar til bóta en tillögur minni hlutans eru að sjálfsögðu enn betri.