150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2018.

431. mál
[10:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Síðast skilaði Ríkisendurskoðun ekki alveg góðu áliti á ríkisreikningi. Það er uppfært núna og því fylgir endurskoðunarskýrsla, undirritun o.s.frv. Afgreiðsla þingsins er án álits, ef ég má orða það þannig. Ríkisreikningur er einfaldlega tekinn fyrir með þessu frumvarpi um að hann sé staðfestur en Alþingi skilar engu áliti. Alþingi hefur gert sína skoðun á málinu. Kannski gerum við það seinna og skilum einhverri skýrslu þá en það aftengir málið sem slíkt frá skoðun þingsins. Ég skil ekki af hverju þarf að skilja þetta tvennt að. Það er bara búið til aukið flækjustig. Einhver gæti spurt: Hvernig afgreiddi þingið ríkisreikning 2018? Svarið væri að það hefði bara staðfest hann og ekkert meira.

Það er ekki búið að tengja saman þegar kemur einhver skýrsla frá nefndinni eftir hálft ár eða hver veit hvenær. Utan frá sést það ekki í sögulegu samhengi þegar á að skoða hvernig þingið afgreiddi þetta mál.

Það sem ég geri athugasemd við er af hverju þingið skilar ekki áliti eftir ígrundaða rannsókn á ríkisreikningi 2018.