150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2018.

431. mál
[10:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ríkisreikningur lá fyrir í júní eða svo og þetta einfalda frumvarp um staðfestingu kemur fram 3. desember og er síðan skóflað í gegnum þingið á núll einni. Af hverju var frumvarpið ekki bara klárað strax í upphafi þingsins ef það er svona einfalt og ríkisreikningur lá fyrir? Af hverju erum við að klára þetta hérna rétt undir jól ef endurskoðunarskýrslan skiptir engu máli í umfjöllun þingsins þar sem á að taka hana fyrir hvort eð er sjálfstætt? Af hverju er ekki alveg eins hægt að hafa í þessari umfjöllun og áliti þingsins á afgreiðslu ríkisreiknings skoðun þingsins á endurskoðunarskýrslunni líka? Það fylgist tvímælalaust að.

Það sem við erum að gera núna er að skila einmitt ríkisreikningi 2018 án álits Alþingis. Ég er að kvarta undan að það álit vanti. Mér finnst að ekki eigi að slíta þetta svona í sundur. Ef það á að slíta þetta svona í sundur hefðum við getað afgreitt þetta í byrjun þings, strax í september, tekið síðan endurskoðunarskýrsluna fyrir sér. Einhverra hluta vegna er þetta gert á þessum tíma og ég bara skil það ekki.