150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

landlæknir og lýðheilsa.

62. mál
[14:37]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við göngum hér á grænu ljósi til móts við framtíðina. Það er mjög mikið fagnaðarefni að sjá að þingheimur skuli sameinast um þessa litlu en mikilvægu breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu þar sem við tökum það inn í lögin að gagnagrunnar um heilabilun skuli vera á forræði landlæknis og landlækni falið að sjá um það verkefni. Það mun bæta áætlunargerð og það verður til heilla fyrir þennan stóra hóp einstaklinga á Íslandi sem á við þessi vandamál að stríða.