150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs.

381. mál
[14:47]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Þetta mál tók nokkrum breytingum í meðhöndlun efnahags- og viðskiptanefndar og var ekki vanþörf á miðað við þær umsagnir sem komu um það. Málið var, eins og þau tvö sem á undan voru rædd, seint fram komið og nokkuð vanbúið en ágætissamstarf tókst um það í nefndinni að vinna úr því. Ég styð því málið eins og það liggur fyrir núna.

Ég ætla ekki að espa þennan sal meira upp en mér þætti hæstv. félagsmálaráðherra maður að meiri ef hann bæði salinn afsökunar á framkomu sinni hér áðan. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)