150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[15:05]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessu frumvarpi eru fjárveitingar sem orka tvímælis þegar kemur að því að uppfylla skilyrði laganna eins og ég hef áður nefnt hér. Þau skilyrði eru að fjárbeiðni sé tímabundin, óhjákvæmileg og ófyrirséð. Því miður hafa þessi hugtök verið túlkuð nokkuð frjálslega hjá framkvæmdarvaldinu og nauðsynlegt að því linni, en í frumvarpinu eru þó einnig nauðsynlegar fjárveitingar sem Miðflokkurinn styður.

Í ljósi þess að formaður fjárlaganefndar hefur tilkynnt að hann muni beita sér fyrir því að skilyrði laganna verði kynnt betur og skýrð, m.a. innan ráðuneytanna, telur Miðflokkurinn rétt að styðja þetta mál.