150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt.

32. mál
[15:10]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að vísa þingmannamáli Viðreisnar til ríkisstjórnar. Þó að það eitt og sér séu ekki góðar fréttir tel ég ákveðin tækifæri felast í þeirri afgreiðslu, tækifæri til að halda á lofti ákveðnum málstað sem málið felur í sér, og er meðal flutningsmanna á þessari breytingartillögu. Meiri hlutinn tekur undir markmið tillögunnar og beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðherra hins vegar að ráðuneytin vinni saman að samræmingu reglugerða með skýrum viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu, markvissari meðferð fjármuna og skilvirkari stjórnsýslu við framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt. Því til viðbótar óskar meiri hlutinn samkvæmt áliti þessu eftir því að ráðherrarnir tveir hlutist saman til um skýrslugjöf um framgang verkefnisins fyrir 1. september á næsta ári.

Þetta er mikilvægt skref sem verið er að stíga með því að ná þessum tveimur aðilum að borðinu og ég hlakka til að sjá útkomuna úr þessu öllu saman.