150. löggjafarþing — 48. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[17:29]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég geri mér grein fyrir því að það að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði er hluti af stjórnarsáttmála og þess vegna hefði maður einmitt haldið að það yrði ekki svona ofboðslega flókið fyrir ríkisstjórnina að útfæra málið. Þetta hefur þvælst svo rosalega fyrir meiri hlutanum í hv. velferðarnefnd að það er eiginlega orðið grátbroslegt hér á síðustu dögum þingsins.

Það er komin inn einhver þrautavaralending í breytingartillögu meiri hluta — ef eitthvað muni kannski ekki gerast. Við erum löggjafinn og ég ítreka að fái ráðherra þessa heimild - hver sem verður félags- og barnamálaráðherra næsta haust, því það hefur aldeilis verið skipt um ráðherra í þessari ríkisstjórn og jafnvel skipt um ríkisstjórnir algjörlega án þess að nokkur búist endilega við því og vantraustið sem birtist í þessari breytingartillögu gefur ekki til kynna mikið traust milli stjórnarflokkanna þá vegna velti ég fyrir mér hvort það sé í alvöru til þess að auka traust milli flokkanna, að færa ráðherra heimild í reglugerð til að hringla með skiptinguna á fæðingarorlofinu. Þetta er hringl sem þessir þrír flokkar gátu bara alls ekki komið sér saman um. Er þá rétt að taka þetta vald af löggjafanum og fela það einhverjum einum ráðherra í ríkisstjórn, hver svo sem hann verður haustið 2020? Er það (Gripið fram í.) sæmandi?