150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 570, um starfsmannamál stofnana á málefnasviði ráðherra, frá Birgi Þórarinssyni. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 573, um starfsmannamál ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra, frá Birgi Þórarinssyni. Frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 572, um starfsmannamál ráðuneytisins, frá Birgi Þórarinssyni; á þskj. 584, um kafbátaleit, frá Andrési Inga Jónssyni; og á þskj. 788, um nefndir, starfs- og stýrihópa, frá Þorsteini Víglundssyni. Frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 571, um starfsmannamál ráðuneytisins og stofnana þess, frá Birgi Þórarinssyni. Frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 618, um heimild forstöðumanna ríkisstofnana til að hækka eftirlaun starfsmanna, frá Ólafi Ísleifssyni. Loks er bréf frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 794, um nefndir, starfs- og stýrihópa, frá Þorsteini Víglundssyni.