150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

ræktun iðnaðarhamps.

[13:40]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Mér hefur ekki gefist ráðrúm til að setja mig inn í nákvæmlega aðstæður þeirra aðila sem hér er vísað til eða setja mig inn í leyfisveitingaferlið, hvernig það er byggt upp og aðkomu einstakra stofnana í þeim efnum. Það er Matvælastofnun sem gefur leyfi til að byrja með og síðan kemur fram þessi athugasemd. Mér finnst í þessu máli eins og öðrum skipta mestu að reyna að ná utan um málið í heild, meginreglurnar sem þarf að fara eftir. Ég vænti þess að í ljósi þeirra hagsmuna sem hér eru undir og þeirra spurninga sem hafa vaknað og hv. þingmaður ber fram þá þurfi hópur sem þessi að hafa hraðar hendur og ég mun gera mitt til þess að svo megi verða.