150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[17:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf ekki einu sinni mínútu, þetta er stutt spurning. Á sama tíma og ríkið borgar óendanlega mikið að eilífu fyrir eignatilfærslu kirkjujarðasamkomulagsins þá krefjum við sveitarfélög um að gefa kirkjunni til baka jarðir. Mig langaði til að velta því aðeins upp með hv. þingmanni hvers vegna í ósköpunum við eigum að vera að gefa kirkjunni jarðir þegar við erum að borga óendanlega mikið fyrir að hafa fengið jarðir frá kirkjunni.