150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

varamenn taka þingsæti.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi þingmönnum um að þeir verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Frá Guðjóni S. Brjánssyni, 6. þm. Norðvest., Birgi Þórarinssyni, 3. þm. Suðurk., Guðmundi Inga Kristinssyni, 12. þm. Suðvest., Silju Dögg Gunnarsdóttur, 7. þm. Suðurk., Oddnýju G. Harðardóttur, 6. þm. Suðurk., Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, 4. þm. Reykv. s., og Höllu Signýju Kristjánsdóttur, 7. þm. Norðvest.

Jafnframt hefur borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Bryndís Haraldsdóttir, 2. þm. Suðvest., verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Þrjú bréf hafa borist frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 3. þm. Suðurk., Kolbeinn Óttarsson Proppé, 6. þm. Reykv. s., og Lilja Rafney Magnúsdóttir, 3. þm. Norðvest., verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum.

Það liggur við að það væri fljótlegra að telja þá upp sem ekki eru í burtu.

Í gær, mánudaginn 27. janúar, tóku því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, Arna Lára Jónsdóttir, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Elvar Eyvindsson, 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, Jónína Björk Óskarsdóttir, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Ásgerður K. Gylfadóttir, 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Njörður Sigurðsson, 1. varamaður á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, Olga Margrét Cilia, 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, Stefán Vagn Stefánsson, 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Karen Elísabet Halldórsdóttir, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, Una Hildardóttir, 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, Eydís Blöndal, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll, og 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, Bjarni Jónsson.

Þau hafa öll að undanskilinni Eydísi Blöndal áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.