150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

utanspítalaþjónusta.

[14:14]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Þegar um er að ræða almannavarnaástand, þegar búið er að lýsa yfir óvissustigi eins og nú er gert út af tveimur mögulegum atburðum, er sett í gang aðgerðastjórn almannavarna á vettvangi. Skipulagið er þannig sett upp að heilbrigðisstofnanir hafa þar aðgang og aðkomu vegna þess hversu mikilvægt nákvæmlega þetta viðbragð er sem hv. þingmaður nefnir. Það er ekki bara viðbragð þegar atburðir hafa átt sér stað heldur líka viðbragð fyrir fram því að eins og hv. þingmaður nefnir getur byggst upp kvíði og óöryggi í samfélögum gagnvart mögulegri yfirvofandi ógn.

Áfallahjálp er hluti af slíku viðbragði og þá erum við að tala um áfallahjálp til skemmri og lengri tíma. Ég hef til að mynda fengið tölur frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um áfallahjálp þar til heimamanna þegar stofnunin tekur við, bæði til skemmri og lengri tíma. Þetta er mikilvægur hluti af þjónustu heilbrigðisstofnana í stöðu af þessu tagi.