150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stofnun embættis tæknistjóra ríkisins.

15. mál
[19:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langar að tala örstutt út af orðum flutningsmanns. Fjárlaganefnd fékk kynningu á verkefninu Stafrænt Ísland fyrir stuttu þar sem kom einmitt fram að ávinningur af stafvæðingu í opinberri þjónustu gæti numið allt að 30 milljörðum kr. á ári. Bara ávinningur stofnana af stafrænum þjónustuferlum og vefjum sem væru þá fluttir á Ísland.is í þetta stafræna ferli væri þá 9,35 milljarðar, ekki 9,3 eða 9,4 heldur 9,35. Þarna var gerð mjög góð áætlun.

Það er til gríðarlega mikils að vinna og þetta myndi t.d. auðveldlega borga upp útgreiðslu persónuafsláttar sem var til umræðu hérna fyrr í dag.