150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[17:26]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Forseti. Eins og ég skil þetta í 7. gr. þá á að birta opinberlega þær upplýsingar sem eru skráðar innan ráðuneytisins varðandi gjafir en í 3. mgr. er gerð undanþága:

„Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er óheimilt að birta opinberlega þann hluta skránna sem tekur til skrifstofustjóra, sendiherra og aðstoðarmanna ráðherra og er hann jafnframt undanþeginn upplýsingarétti …“

Ég skil þennan punkt með friðhelgi einkalífs. En ég velti því samt fyrir mér, af því að nú vinnur skrifstofustjóri og aðstoðarmaður ráðherra mjög náið með ráðherrum, hvort það væri ekki eðlilegra að birta þessar upplýsingar til að tryggja að ekki komi til hagsmunaárekstra og að almenningur sé upplýstur um slíkar gjafir.