150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

kosningar til Alþingis.

81. mál
[18:46]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Þetta er þá bara þannig, það er gott. Þetta var skeleggt og gott svar. Ég veit ekki hvort við eigum að fara alveg suður eftir og skikka borgarana til að kjósa. Þetta gæti haft þau áhrif að ef ríkisborgarar okkar búsettir erlendis vita að þeir geta tekið þátt í því að velja hér valdhafa og fengið að kjósa reglulega án þess að hafa mikið fyrir því þá muni þeir kannski fylgjast líka meira með því sem er að gerast heima, það er ákveðin hvatning sem felst í því. Þetta er bara mjög gott mál sem ég get alveg lofað hv. þingmanni að Flokkur fólksins mun styðja af mikilli gleði.