150. löggjafarþing — 55. fundur,  30. jan. 2020.

almenn hegningarlög.

422. mál
[15:28]
Horfa

Flm. (Una Hildardóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég er alveg sammála henni um að við þurfum að skoða þetta kerfi og þá sérstaklega með hegningarlögin í huga. Ef ég skil hana rétt tek ég undir að það ofboðslega mikilvægt að við ráðumst í einhvers konar þarfagreiningu þar sem við skoðum þessa jaðarhópa og hvernig réttarkerfið tekur einmitt á móti þeim og hvernig þau nýta það. Ég tel það ofboðslega góða tillögu og legg til að við skoðum jafnvel í sameiningu að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að farið verði í slíka þarfagreiningu og málið skoðað almennilega. Það er mikilvægt að þessir jaðarhópar treysti þeim aðilum sem þeir leita til og sömuleiðis að þessi mál skili sér inn í réttarkerfið.