150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

málefni flóttamanna og hælisleitenda.

[15:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Nú mun ég mögulega hafa verið of óskýr vegna þess að hæstv. ráðherra svaraði í engu þeirri spurningu sem ég beindi til hennar og ég ítreka hana: Mun ráðherra setja það frumvarp til hliðar sem fyrrverandi dómsmálaráðherra lagði fram á þingi síðasta vor eða mun þingmannanefndin eiga að taka mið af því sem setur fólk í verri stöðu? Þetta var fyrsta spurningin. Svo langar mig að fylgja þessu eftir með annarri, hvort ráðherra ætli að setja skýra stefnu um málefni barna og viðkvæmra einstaklinga sem sækja um vernd á Íslandi og hvort hún sé tilbúin til að beita sér fyrir því að skilgreina og bæta mat á því sem barni er fyrir bestu, eins og UNICEF hefur bent á og farið fram á.