150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:10]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Skýrslubeiðni er eitt af þeim eftirlitsverkfærum sem þingmenn hafa. Það ætti að vera fyllilega nóg að níu þingmenn komi sér saman um að vilja óska eftir skýrslu vegna þess að síðan þarf að ákveða í þingsal hvort beiðnin verði leyfð. Mér finnst alltaf mjög varhugavert þegar meirihlutaþingmenn setja sand í þau hjól með því að tala um að taka þurfi fleiri og flóknari skref þegar kemur að því að sinna eftirliti með framkvæmdarvaldinu.