150. löggjafarþing — 58. fundur,  6. feb. 2020.

samanburður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi.

550. mál
[11:30]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það að leggja fram skýrslubeiðni er mikilvægur réttur stjórnarandstöðuþingmanna og ég held að það hafi ekki verið til stórra vandræða hingað til fyrir stjórnina að svara þessum beiðnum. Þær hafa ekki verið margar. Ég mun að sjálfsögðu styðja þessa beiðni en tel þó að það hefði mátt vanda betur orðalag beiðninnar og greinargerðarinnar sérstaklega. Ég held að þetta sé ekki stórmál eða hættulegt en vil benda á að við lögðum fram skýrslubeiðni fyrir nokkru síðan og óskuðum eftir því að gerð yrði skýrsla um kosti og galla EES-aðildar Íslands. Erindisbréf hæstv. ráðherra var ekki í samræmi við þá beiðni. (Forseti hringir.) Við óskuðum eftir skýrslu um kosti og galla en í erindisbréfinu var einungis óskað eftir kostum.